Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:07 Halla Tómasdóttir fagnar nýjum tölum á kosningavöku þann 1. júní síðastliðinn. Hún vann nokkuð öruggan sigur í kosningunum. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar. Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar.
Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47