Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 5. september 2024 20:20 Jón Gunnar Margeirsson, verktaki í Grindavík, er vongóður um að hægt verði að opna bæinn aftur á næstu vikum. Vísir/Arnar Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira