Unglingspiltur dæmdur fyrir þrjár hnífaárásir Jón Þór Stefánsson skrifar 5. september 2024 12:14 Ein árásin sem málið varðar átti sér stað á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Unglingspiltur hefur hlotið átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ýmissa brota, en þrjú þeirra voru ofbeldisbrot framin með hníf. Þó að dómurinn sé skilorðsbundinn er piltinum gert að dvelja á hæli í þrjú ár. Málið varðaði meðal annars stunguárás sem var framin seint um mánudagskvöld þann 26. júní í fyrra á Austurvelli í Reykjavík. Hljóp blóðugur inn í mathöll eftir árásina Honum var gefið að sök að veitast að erlendum ríkisborgara á þrítugsaldri með hnífi, skera hann í andlit og stinga í kvið og þannig reyna að svipta hann lífi. Fyrir vikið hlaut maðurinn skurðsár í andliti annars vegar og hins vegar mikla áverka á kviði, nánar tiltekið þriggja og hálfs sentímetra rof á kviðvegg og djúpan stunguáverka þannig að garnahengi og hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu. Fjarlægja þurfti hluta af garnahenginu í bráðaaðgerð. Pilturinn var í fyrstu ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þessa brots, en ákæruvaldið dró það til baka og ákærði hann frekar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum á sínum tíma, en þá kom fram að sá sem varð fyrir árásinni hefði hlaupið inn í mathöllina í Pósthússtræti þar sem hann hafi fengið fyrstu hjálp áður en lögregla og sjúkralið komu á vettvang. Hann var sagður blóðugur þegar hann kom inn á staðinn, en með meðvitund allan tímann og sjálfur gengið í sjúkrabílinn. Í fyrstu var pilturinn ákærður fyrir sex brot sem hann framdi árin 2022 og 2023 þegar hann var nýorðinn sakhæfur. Eitt þeirra brota varðaði líkamsárás þar sem honum var gefið að sök að kýla mann í andlitið. Hann var einnig ákærður fyrir að stela rafmagnshlaupahjóli, og fyrir að vera með hnífa, fíkniefni og hnúajárn í vörslum sínum. Síðan var áðurnefndri stunguárás bætt við ákæruna, og síðan tveimur ákærum til viðbótar sem vörðuðu nokkur ofbeldisbrot sem voru framin á þessu ári. Lagði hníf að kviði manns og klæddi hann úr úlpu Í fyrsta lagi var pilturinn ákærður fyrir að fremja rán á ótilgreindum miðvikudegi í Reykjavík ásamt öðrum einstaklingum. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að manni með því að beina hnífi að honum, láta hnífinn snerta kvið hans, kýla hann í andlitið, og klæða hann svo úr úlpu og fara með hana á brott. Fyrir vikið var sá sem varð fyrir árásinni sagður hafa hlotið blóðnasir og orðið mjög skelkaður og hræddur. Í öðru lagi var hann ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað aðfaranótt ótilgreinds laugardags í Reykjavík þar sem honum var gefið að sök að kýla konu í andlitið, hrinda henni og sparka í andlitið á henni. Skar konu við heimili sitt Síðustu tvö atvikin sem málið varðar áttu sér stað með skömmu millibili. Annars vegar var piltinum gefið að sök að ýta konu og kýla hana ítrekað í höfuðið. Hins vegar var pilturinn ákærður fyrir að veitast að sömu konu á stigagangi við heimili hans. Í ákæru segir að hann hafi ýtt konunni þannig að hún skall aftur fyrir sig. Síðan hafi hún staðið á fætur og þá hafi hann ráðist að henni með hníf og skorið hana á vanga. Fyrir vikið hlaut konan tveggja og hálfs sentímetra skurð yfir hægra kinnbein sem þurfti að sauma, og bólgu á höku og verki og mar á kinn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Pilturinn játaði sök hvað allar ákærður varaði og viðurkenndi bótaskyldu. Hann sagðist hafa notað áfengi og kannabis á þeim tíma sem hann framdi brotin. Dómurinn sagðist lýta ofbeldisbrotin alvarlegum augum sérstaklega vegna þess að hann beitti bitvopni í þremur tilvikum. En vegna þess að pilturinn hefur ekki gerst brotlegur við lög áður, og vegna játningar og ungs aldurs hans þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsinguna. Líkt og áður segir er piltinum þó gert að sæta umsjón í þrjú ár. Í fyrstu muni það vera á vegum barnaverndaryfirvalda, þangað til hann verði átján ára gamall, og síðan á vegum Fangelsismálastofnunar. Piltinum er gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni á Austurvelli sex hundruð þúsund krónur. Þá er honum gert að greiða um það bil þrjár milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þó að dómurinn sé skilorðsbundinn er piltinum gert að dvelja á hæli í þrjú ár. Málið varðaði meðal annars stunguárás sem var framin seint um mánudagskvöld þann 26. júní í fyrra á Austurvelli í Reykjavík. Hljóp blóðugur inn í mathöll eftir árásina Honum var gefið að sök að veitast að erlendum ríkisborgara á þrítugsaldri með hnífi, skera hann í andlit og stinga í kvið og þannig reyna að svipta hann lífi. Fyrir vikið hlaut maðurinn skurðsár í andliti annars vegar og hins vegar mikla áverka á kviði, nánar tiltekið þriggja og hálfs sentímetra rof á kviðvegg og djúpan stunguáverka þannig að garnahengi og hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu. Fjarlægja þurfti hluta af garnahenginu í bráðaaðgerð. Pilturinn var í fyrstu ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þessa brots, en ákæruvaldið dró það til baka og ákærði hann frekar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum á sínum tíma, en þá kom fram að sá sem varð fyrir árásinni hefði hlaupið inn í mathöllina í Pósthússtræti þar sem hann hafi fengið fyrstu hjálp áður en lögregla og sjúkralið komu á vettvang. Hann var sagður blóðugur þegar hann kom inn á staðinn, en með meðvitund allan tímann og sjálfur gengið í sjúkrabílinn. Í fyrstu var pilturinn ákærður fyrir sex brot sem hann framdi árin 2022 og 2023 þegar hann var nýorðinn sakhæfur. Eitt þeirra brota varðaði líkamsárás þar sem honum var gefið að sök að kýla mann í andlitið. Hann var einnig ákærður fyrir að stela rafmagnshlaupahjóli, og fyrir að vera með hnífa, fíkniefni og hnúajárn í vörslum sínum. Síðan var áðurnefndri stunguárás bætt við ákæruna, og síðan tveimur ákærum til viðbótar sem vörðuðu nokkur ofbeldisbrot sem voru framin á þessu ári. Lagði hníf að kviði manns og klæddi hann úr úlpu Í fyrsta lagi var pilturinn ákærður fyrir að fremja rán á ótilgreindum miðvikudegi í Reykjavík ásamt öðrum einstaklingum. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að manni með því að beina hnífi að honum, láta hnífinn snerta kvið hans, kýla hann í andlitið, og klæða hann svo úr úlpu og fara með hana á brott. Fyrir vikið var sá sem varð fyrir árásinni sagður hafa hlotið blóðnasir og orðið mjög skelkaður og hræddur. Í öðru lagi var hann ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað aðfaranótt ótilgreinds laugardags í Reykjavík þar sem honum var gefið að sök að kýla konu í andlitið, hrinda henni og sparka í andlitið á henni. Skar konu við heimili sitt Síðustu tvö atvikin sem málið varðar áttu sér stað með skömmu millibili. Annars vegar var piltinum gefið að sök að ýta konu og kýla hana ítrekað í höfuðið. Hins vegar var pilturinn ákærður fyrir að veitast að sömu konu á stigagangi við heimili hans. Í ákæru segir að hann hafi ýtt konunni þannig að hún skall aftur fyrir sig. Síðan hafi hún staðið á fætur og þá hafi hann ráðist að henni með hníf og skorið hana á vanga. Fyrir vikið hlaut konan tveggja og hálfs sentímetra skurð yfir hægra kinnbein sem þurfti að sauma, og bólgu á höku og verki og mar á kinn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Pilturinn játaði sök hvað allar ákærður varaði og viðurkenndi bótaskyldu. Hann sagðist hafa notað áfengi og kannabis á þeim tíma sem hann framdi brotin. Dómurinn sagðist lýta ofbeldisbrotin alvarlegum augum sérstaklega vegna þess að hann beitti bitvopni í þremur tilvikum. En vegna þess að pilturinn hefur ekki gerst brotlegur við lög áður, og vegna játningar og ungs aldurs hans þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsinguna. Líkt og áður segir er piltinum þó gert að sæta umsjón í þrjú ár. Í fyrstu muni það vera á vegum barnaverndaryfirvalda, þangað til hann verði átján ára gamall, og síðan á vegum Fangelsismálastofnunar. Piltinum er gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni á Austurvelli sex hundruð þúsund krónur. Þá er honum gert að greiða um það bil þrjár milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent