„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 09:31 Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu. Getty/Malcolm Couzens Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Sjá meira
Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02
Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32
„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02