„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 4. september 2024 20:07 Öryggisviðbúnaður Ljósanætur er margþættur og koma að honum bæði bæjaryfirvöld og lögregla. Stöð 2 Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna. Á hátíðinni sem fer fram í Reykjanesbæ um helgina mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. „Þar er markmiðið að koma þeim skilaboðum til krakkanna: „Hjálpið okkur að hjálpa ykkur.“ Þannig þau viti hvert þau geta leitað ef einhverjar slíkar aðstæður koma upp,“ segir hún. Guðlaug segir Barnavernd einnig vera með aukið viðbragð og að bréf hafi verið komið til foreldra allra barna á grunnskólaaldri til að hvetja þau til að virða útivistarreglur og fleira. „Í rauninni erum við alltaf með mjög öflugt viðbragð. Við erum búin að vinna saman árum saman í þessu öryggisteymi með viðbragðsaðilum þannig þetta er orðið vel rútínerað. Svo koma upp þessar óvæntu aðstæður og þá þurftum við að taka aukið samtal og bæta aðeins í,“ segir Guðlaug. Hún segir skipuleggjendur Ljósanætur hafa undirbúið sig vel. „Við erum öll á sama báti að reyna að gera eins vel og við getum,“ Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. 4. september 2024 19:02 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Á hátíðinni sem fer fram í Reykjanesbæ um helgina mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. „Þar er markmiðið að koma þeim skilaboðum til krakkanna: „Hjálpið okkur að hjálpa ykkur.“ Þannig þau viti hvert þau geta leitað ef einhverjar slíkar aðstæður koma upp,“ segir hún. Guðlaug segir Barnavernd einnig vera með aukið viðbragð og að bréf hafi verið komið til foreldra allra barna á grunnskólaaldri til að hvetja þau til að virða útivistarreglur og fleira. „Í rauninni erum við alltaf með mjög öflugt viðbragð. Við erum búin að vinna saman árum saman í þessu öryggisteymi með viðbragðsaðilum þannig þetta er orðið vel rútínerað. Svo koma upp þessar óvæntu aðstæður og þá þurftum við að taka aukið samtal og bæta aðeins í,“ segir Guðlaug. Hún segir skipuleggjendur Ljósanætur hafa undirbúið sig vel. „Við erum öll á sama báti að reyna að gera eins vel og við getum,“
Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. 4. september 2024 19:02 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. 4. september 2024 19:02