Gekk yfir nýstorknað hraun á leið frá gígnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 14:43 Fótur ferðamannsins fer í gegnum þunna skorpuna á nýstorknuðu hrauninu. Kevin Páges Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður. Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13