Ók á kókaíni og grunaður um peningaþvætti áður en Adam kom í hans stað Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 15:31 Aly Keita hefur verið landsliðsmarkvörður Gíneu í gegnum tíðina og segir það ástæðuna fyrir því magni seðla sem fannst á heimili hans. Getty Fótboltamarkvörðurinn Aly Keita hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir akstur undir áhrifum kókaíns en hann er einnig grunaður um peningaþvætti. Keita var markvörður og fyrirliði Östersund í næstefstu deild Svíþjóðar en hefur verið í leyfi eftir að hann var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum og peningaþvætti. Keita spilaði síðast leik í júní en íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var svo fenginn frá Gautaborg til að vera aðalmarkvörður Östersund, í fjarveru Keita sem er með samning við Östersund sem rennur út í vetur. Keita er fæddur í Svíþjóð en er landsliðsmarkvörður Gíneu. Hann varði mark Östersund í ævintýrinu undir stjórn Grahams Potter, þegar liðið komst í gegnum riðlakeppni Evrópudeildarinnar en féll svo úr leik gegn Arsenal árið 2018. Segist hafa fengið peningana vegna landsleikja Keita viðurkenndi að hafa neytt kókaíns og var dæmdur án réttarhalda, til að greiða fimmtíu daga sekt. Nákvæm upphæð sektarinnar veltur því sem sagt á launum Keita. Markvörðurinn heldur hins vegar fram sakleysi sínu varðandi ásakanir um peningaþvætti, en mikið magn reiðufjár fannst við húsleit hjá honum. „Varðandi grun um peningaþvætti þá hefur Aly Keita sagt lögreglunni frá því að hann fékk peningagreiðslur frá knattspyrnusambandinu í Gíneu vegna verkefna með landsliðinu. Hann neitar sök,“ sagði í yfirlýsingu frá Östersund. Sænski boltinn Mest lesið Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Fótbolti Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Fótbolti Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Íslenski boltinn Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Körfubolti Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Sport Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu heldur áfram Sport Markalaust á Etihad Fótbolti Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals Handbolti Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Enski boltinn Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markalaust á Etihad Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Keflavík í góðri stöðu Rómverjar búnir að finna eftirmann De Rossi Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Ten Hag rólegur þrátt fyrir fullkomið kvöld Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ „Mér finnst að allar þessar krúsídúllur eigi að bíða“ Fór ekki til Atlético Madrid vegna afskipta mömmunnar Stuðningsmaður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Salvatore Schillaci látinn Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Roma rekur De Rossi eftir aðeins fjóra leiki Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“ Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Afmælisbarnið Arne Slot segir jákvætt að Liverpool hafi lent undir Lið Stefáns skoraði úr sextán vítum Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool Titilvörnin hefst á sigri í stórskemmtilegum leik Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Sjá meira
Keita var markvörður og fyrirliði Östersund í næstefstu deild Svíþjóðar en hefur verið í leyfi eftir að hann var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum og peningaþvætti. Keita spilaði síðast leik í júní en íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var svo fenginn frá Gautaborg til að vera aðalmarkvörður Östersund, í fjarveru Keita sem er með samning við Östersund sem rennur út í vetur. Keita er fæddur í Svíþjóð en er landsliðsmarkvörður Gíneu. Hann varði mark Östersund í ævintýrinu undir stjórn Grahams Potter, þegar liðið komst í gegnum riðlakeppni Evrópudeildarinnar en féll svo úr leik gegn Arsenal árið 2018. Segist hafa fengið peningana vegna landsleikja Keita viðurkenndi að hafa neytt kókaíns og var dæmdur án réttarhalda, til að greiða fimmtíu daga sekt. Nákvæm upphæð sektarinnar veltur því sem sagt á launum Keita. Markvörðurinn heldur hins vegar fram sakleysi sínu varðandi ásakanir um peningaþvætti, en mikið magn reiðufjár fannst við húsleit hjá honum. „Varðandi grun um peningaþvætti þá hefur Aly Keita sagt lögreglunni frá því að hann fékk peningagreiðslur frá knattspyrnusambandinu í Gíneu vegna verkefna með landsliðinu. Hann neitar sök,“ sagði í yfirlýsingu frá Östersund.
Sænski boltinn Mest lesið Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Fótbolti Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Fótbolti Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Íslenski boltinn Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Körfubolti Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Sport Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu heldur áfram Sport Markalaust á Etihad Fótbolti Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals Handbolti Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Enski boltinn Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markalaust á Etihad Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Keflavík í góðri stöðu Rómverjar búnir að finna eftirmann De Rossi Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Ten Hag rólegur þrátt fyrir fullkomið kvöld Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ „Mér finnst að allar þessar krúsídúllur eigi að bíða“ Fór ekki til Atlético Madrid vegna afskipta mömmunnar Stuðningsmaður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Salvatore Schillaci látinn Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Roma rekur De Rossi eftir aðeins fjóra leiki Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“ Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Afmælisbarnið Arne Slot segir jákvætt að Liverpool hafi lent undir Lið Stefáns skoraði úr sextán vítum Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool Titilvörnin hefst á sigri í stórskemmtilegum leik Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Sjá meira