Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 12:31 Martin Zubimendi með gullmedalíuna um hálsinn eftir frammistöðu sína í úrslitaleiknum gegn Englandi á EM í sumar. Getty/Sebastian Frej Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun að hafna því að fara til enska knattspyrnurisans Liverpool í sumar. Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira
Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira