„Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:34 Declan Rice á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Írland. Getty/Neal Simpson Tvær af stjörnum enska landsliðsins í fótbolta, þeir Declan Rice og Jack Grealish, stæðu Heimi Hallgrímssyni til boða ef þeir hefðu haldið sig við að spila fyrir hönd Írlands. Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira