Vinna við að fylla í sprungur og girða af hættuleg svæði í Grindavík er hafin. Tæplega sjö kílómetrar af girðingu verða lagðir og stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í október.
Sjálsvígsforvarnarverkefnið Gulur september hefst í dag með metnaðarfullri dagskrá. Verkefnastjóri segir miklu máli skipta að skilaboðin um sjálfsvíg og geðrækt séu á jákvæðum nótum.
Þá segjum við frá blómstranndi mann- og atvinnulífi í Fjallabyggð, en bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði helsta ferðamannavertíðin í sveitarfélaginu, vegna góðrar skíðaaðstöðu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi á slaginu 12.