Raphinha með sýningu í risasigri Börsunga Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 17:01 Raphinha skoraði þrjú mörk í dag og lagði upp tvö í stórsigri Barcelona. Vísir/Getty Barcelona fer vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið niðurlægði í dag lið Real Valladolid á heimavelli þar sem Brasilíumaðurinn Raphinha fór á kostum. Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki. Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira