Raphinha með sýningu í risasigri Börsunga Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 17:01 Raphinha skoraði þrjú mörk í dag og lagði upp tvö í stórsigri Barcelona. Vísir/Getty Barcelona fer vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið niðurlægði í dag lið Real Valladolid á heimavelli þar sem Brasilíumaðurinn Raphinha fór á kostum. Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki. Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki.
Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira