Orri Steinn kynntur til leiks hjá Sociedad: Staðfest dýrasta sala í sögu FC Kaupmannahafnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 21:20 Orri Steinn er opinberlega orðinn leikmaður Real Sociedad. @RealSociedad FC Kaupmannahöfn hefur staðfest að landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hafi verið seldur til spænska efstu deildarliðsins Real Sociedad og hefur spænska liðið nú þegar kynnt hann til leiks. Orri Steinn varð um leið dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt frá upphafi. Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024 Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024
Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira