Vinícius og félagar ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 12:31 Viní Jr. mun ekki láta atvik eins og gegn Valencia viðgangast í framtíðinni. Einn af áhorfendum þessa leiks var á endanum sakfelldur fyrir kynþáttafordóma. Mateo Villalba/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior segir að hann og liðsfélagar hans í Real Madríd muni ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á þessari leiktíð. Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira