Túfa: „Leiðin var erfið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:15 Túfa á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Valur vann nauðsynlegan sigur á Vestra í 19. umferð Bestu deildarinnar á N1 vellinum í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vestra eftir að gestirnir höfðu komist yfir snemma í leiknum. Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira