Túfa: „Leiðin var erfið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:15 Túfa á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Valur vann nauðsynlegan sigur á Vestra í 19. umferð Bestu deildarinnar á N1 vellinum í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vestra eftir að gestirnir höfðu komist yfir snemma í leiknum. Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira