Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. ágúst 2024 16:01 Björgunarmenn við störf á slysstað. Vísir/Ragnar Axelsson Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira