Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:48 Baráttan um Bandaríkin verða sýndir á Vísi fram að forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
„Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35
„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28