Ólympíufara fagnað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:06 Hákon Þór Svavarsson, keppandi á Ólympíuleikunum í París og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg við athöfnina í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við. Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við.
Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira