Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingmaður Flokks Fólksins Vísir/Vilhelm „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur. Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur.
Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira