„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 21:58 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að það þurfi að ráðast í mjög róttækar breytingar til að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orkuauðlindir hér á landi. Guðmundur Ingi Gurbrandsson formaður Vinstri grænna telur mikilvægt að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar. Vísir Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar. Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar.
Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira