Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 14:06 Konan lést úr ofnæmislosti eftir að hún borðaði á veitingastað í Disney World-skemmtigarðinum á Flórída í október 2023. Vísir/EPA Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga. Disney Bandaríkin Streymisveitur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga.
Disney Bandaríkin Streymisveitur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira