Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira