Vinícius fengi milljarð á viku í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 17:16 Vinícius Junior var lykilmaður í liði Real Madrid sem varð Evrópu- og Spánarmeistari á síðustu leiktíð. Getty/Grant Halverson Vinícius Junior, brasilíska stórstjarnan í liði Evrópumeistara Real Madrid, gæti hugsanlega verið á leiðinni frá Spáni til Sádi-Arabíu, samkvæmt heimildum ESPN. Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31