Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2024 12:23 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“ Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira