Mótmæla brottvísun stórs hóps hælisleitenda Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 23:39 Stór hluti íbúa Venesúela hafa flúið landið á síðust árum. Aðsend Hópur fólks frá Venesúela er staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mótmæla brottvísun samlanda sinna. Fjöldi hælisleitenda frá Suður-Ameríku ríkinu flýgur frá Íslandi í kvöld og er byrjað að innrita hópinn. Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi. Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Erlent Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Innlent Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Innlent Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Erlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Erlent Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Innlent Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Erlent Fleiri fréttir Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Búið að byrgja brunninn Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Holan alls ekki eina slysagildran Skipti öllu máli að telja drykkina Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Tveir handteknir í tengslum við slagsmál Sjá meira
Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi.
Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Erlent Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Innlent Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Innlent Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Erlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Erlent Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Innlent Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Erlent Fleiri fréttir Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Búið að byrgja brunninn Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Holan alls ekki eina slysagildran Skipti öllu máli að telja drykkina Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Tveir handteknir í tengslum við slagsmál Sjá meira
„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30