Dagbjört hafi leynt mikilvægum upplýsingum Jón Þór Stefánsson skrifar 8. ágúst 2024 14:46 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Tíu ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir hlaut í síðasta mánuði í Bátavogsmálinu svokallaða hefur verið birtur á vefsvæði dómstólana. Í honum segir að Dagbjört hafi frá því að málið kom upp leynt veigamiklum upplýsingum og reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að varpa ljósi á málið. Dagbjört var ákærð fyrir manndráp þann 23. september 2023. Hún var sökuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana með því að hafa beitt hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Hún var sakfelld fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins en ekki fyrir manndráp. Dagbjört í yfirburðarstöðu Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í júní, en nánar má lesa um það hér. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um það villst, út frá upptökunum, að Dagbjört hefði haft yfirburðarstöðu gagnvart manninum. Í upptökunum hefði hún talað að mestu í sama tónfalli og „oftast hversdagslega“ þó að orðbragð hennar væri oft meiðandi og gróft. Þá segir í dómnum að það komi víða fram í þessum gögnum að maðurinn hafi vegna ástands síns ekki átt roð Dagbjörtu sem hæddist til að mynda að því. Upptökur sýna að hann hafi verið lítt fótfær og meira eða minna rúmliggjandi, í fyrstu vegna áfengisneyslu en síðan vegna stigmögnunar ofbeldis Dagbjartar. Einnig kemur fram að Dagbjört hafi gert manninum ljóst að hann mætti ekki fara neitt nema á salernið. Í dómnum er vísað til þess að í einni upptökunni segi maðurinn: „Ég má komast héðan í burtu.“ En Dagbjört hafi svarað: „Nei, ég ætla að hafa þig í gæsluvarðhaldi, þú skalt ekki voga þér, þú skalt ekki voga þér, þú skalt ekki voga þér.“ Hélt mikilvægum upplýsingum frá Það er niðurstaða dómsins að Dagbjört hafi allt frá upphafi haldið veigamiklum upplýsingum frá eða færst undan því að svara spurningum sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Framburður Dagbjartar var óstöðugur, misvísandi og í mörgum tilfellum fjarstæðukenndur að mati dómsins. Þá var hann í andstæðu við önnur gögn málsins og framburð vitna. Í þessu fólst að hún hafi lýst sjálfri sér sem fórnarlambi mannsins. Því var framburður hennar metinn ótrúverðugur. Ekki markmið hennar að verða manninum að bana Dánarorsök mannsins var metinn köfnun vegna ytri kraftverkunar á háls hans og efri öndunarveg. Vegna þess að einungis þau tvö voru í íbúðinni þegar maðurinn lést, og vegna þess að hún beitti hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins sem beindist meðal annars að hálsi mannsins komst dómurinn á þá niðurstöðu að sakfella yrði Dagbjörtu fyrir háttsemina. Þrátt fyrir það var dómurinn á því að það hafi ekki verið markmið Dagbjartar að verða manninum að bana. Það sjáist meðal annars í því að hún hafi reynt að vekja hann með því að slá hann utan undir eftir að sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Það bendi til þess að hún hafi trúað því að hann myndi koma aftur til sjálfs síns. Þá hefði hún frá byrjun ekki verið í tengslum við atburðinn sem um ræðir og hvað hefði raunverulega átt sér stað. En hún er sögð ekki hafa sýnt nein merkjanleg tilfinningaleg viðbrögð gagnvart manninum, heldur hafi hún frekar réttlætt atvikið og afneita athöfnum sínum. Andlát hunds hennar, sem var mikið til umfjöllunar í aðalmeðferð málsins, hafi einnig raskað geðrænu ástandi hennar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Líkt og áður segir hlaut Dagbjört tíu ára fangelsisdóm. Þar að auki var henni gert að greiða tveimur aðstandendum mannsins samanlagt tæpar fimm milljónir króna. Henni er líka gert að greiða lögmanni sínum tæpar átta milljónir króna og tæpar þrjár milljónir í annan sakarkostnað. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. 28. júní 2024 19:31 „Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. 28. júní 2024 17:31 Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. 28. júní 2024 13:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Dagbjört var ákærð fyrir manndráp þann 23. september 2023. Hún var sökuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana með því að hafa beitt hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Hún var sakfelld fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins en ekki fyrir manndráp. Dagbjört í yfirburðarstöðu Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í júní, en nánar má lesa um það hér. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um það villst, út frá upptökunum, að Dagbjört hefði haft yfirburðarstöðu gagnvart manninum. Í upptökunum hefði hún talað að mestu í sama tónfalli og „oftast hversdagslega“ þó að orðbragð hennar væri oft meiðandi og gróft. Þá segir í dómnum að það komi víða fram í þessum gögnum að maðurinn hafi vegna ástands síns ekki átt roð Dagbjörtu sem hæddist til að mynda að því. Upptökur sýna að hann hafi verið lítt fótfær og meira eða minna rúmliggjandi, í fyrstu vegna áfengisneyslu en síðan vegna stigmögnunar ofbeldis Dagbjartar. Einnig kemur fram að Dagbjört hafi gert manninum ljóst að hann mætti ekki fara neitt nema á salernið. Í dómnum er vísað til þess að í einni upptökunni segi maðurinn: „Ég má komast héðan í burtu.“ En Dagbjört hafi svarað: „Nei, ég ætla að hafa þig í gæsluvarðhaldi, þú skalt ekki voga þér, þú skalt ekki voga þér, þú skalt ekki voga þér.“ Hélt mikilvægum upplýsingum frá Það er niðurstaða dómsins að Dagbjört hafi allt frá upphafi haldið veigamiklum upplýsingum frá eða færst undan því að svara spurningum sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Framburður Dagbjartar var óstöðugur, misvísandi og í mörgum tilfellum fjarstæðukenndur að mati dómsins. Þá var hann í andstæðu við önnur gögn málsins og framburð vitna. Í þessu fólst að hún hafi lýst sjálfri sér sem fórnarlambi mannsins. Því var framburður hennar metinn ótrúverðugur. Ekki markmið hennar að verða manninum að bana Dánarorsök mannsins var metinn köfnun vegna ytri kraftverkunar á háls hans og efri öndunarveg. Vegna þess að einungis þau tvö voru í íbúðinni þegar maðurinn lést, og vegna þess að hún beitti hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins sem beindist meðal annars að hálsi mannsins komst dómurinn á þá niðurstöðu að sakfella yrði Dagbjörtu fyrir háttsemina. Þrátt fyrir það var dómurinn á því að það hafi ekki verið markmið Dagbjartar að verða manninum að bana. Það sjáist meðal annars í því að hún hafi reynt að vekja hann með því að slá hann utan undir eftir að sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Það bendi til þess að hún hafi trúað því að hann myndi koma aftur til sjálfs síns. Þá hefði hún frá byrjun ekki verið í tengslum við atburðinn sem um ræðir og hvað hefði raunverulega átt sér stað. En hún er sögð ekki hafa sýnt nein merkjanleg tilfinningaleg viðbrögð gagnvart manninum, heldur hafi hún frekar réttlætt atvikið og afneita athöfnum sínum. Andlát hunds hennar, sem var mikið til umfjöllunar í aðalmeðferð málsins, hafi einnig raskað geðrænu ástandi hennar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Líkt og áður segir hlaut Dagbjört tíu ára fangelsisdóm. Þar að auki var henni gert að greiða tveimur aðstandendum mannsins samanlagt tæpar fimm milljónir króna. Henni er líka gert að greiða lögmanni sínum tæpar átta milljónir króna og tæpar þrjár milljónir í annan sakarkostnað.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. 28. júní 2024 19:31 „Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. 28. júní 2024 17:31 Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. 28. júní 2024 13:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. 28. júní 2024 19:31
„Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. 28. júní 2024 17:31
Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. 28. júní 2024 13:22