„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 19:31 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Sjá meira
Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Sjá meira