„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 19:31 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira