Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 12:02 Ásgeir er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira