„Ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 12:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun þurfa að skipuleggja sig vel næstu vikur því margir menn eru frá vegna meiðsla. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn hafa sýnt fagmannlega frammistöðu í 2-0 sigrinum gegn Egnatia í gær og telur þá eiga mjög góðan möguleika á sigri í næstu umferð gegn Flora Tallinn frá Eistlandi. „Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira