Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:33 Bjarni segir Sjálfstæðismenn taka stöðunni alvarlega. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði