Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2024 11:18 Stólum var kastað í rúður og smíðastofan var lögð í rúst. Jóhanna Bjarnadóttir Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Albert mættur í dómsal Innlent Skilur ekkert í niðurstöðu Guðrúnar Innlent Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Innlent Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Innlent Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Erlent „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Erlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi Bein útsending: Málþing um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu Dragi úr virðingu fyrir lögunum Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Skilur ekkert í niðurstöðu Guðrúnar Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Albert mættur í dómsal Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Lögregla kölluð til vegna slagsmála Heildartjón á mannvirkjum áætlað allt að 16 til 17 milljarðar Lítið mál að fjölga löggum „Góði líttu þér nær!“ „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra Tárast yfir verði á aðgerð og þúsundir barna á biðlista „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Tæplega áttatíu börn með stöðu sakbornings í ofbeldismálum Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Börnin bíða, bíða og bíða Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Sjá meira
Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Albert mættur í dómsal Innlent Skilur ekkert í niðurstöðu Guðrúnar Innlent Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Innlent Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Innlent Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Erlent „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Erlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi Bein útsending: Málþing um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu Dragi úr virðingu fyrir lögunum Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Skilur ekkert í niðurstöðu Guðrúnar Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Albert mættur í dómsal Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Lögregla kölluð til vegna slagsmála Heildartjón á mannvirkjum áætlað allt að 16 til 17 milljarðar Lítið mál að fjölga löggum „Góði líttu þér nær!“ „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra Tárast yfir verði á aðgerð og þúsundir barna á biðlista „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Tæplega áttatíu börn með stöðu sakbornings í ofbeldismálum Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Börnin bíða, bíða og bíða Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Sjá meira
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42