Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2024 11:18 Stólum var kastað í rúður og smíðastofan var lögð í rúst. Jóhanna Bjarnadóttir Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent