Óeirð á hjúkrunarheimilum vegna endalausra íþrótta á RÚV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2024 17:08 Á myndinni er hjúkrunarheimilið Grund og höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir. Kvöldfréttirnar á RÚV hafa verið klukkan 21 í sumar í stað hefbundna tímans kl 19. Sú tilfærsla var gerð svo að RÚV gæti sýnt frá leikjum evrópumótsins í knattspyrnu og Ólympíuleikunum á aðalrásinni fram eftir kvöldi. „Já það hefur skapast svolítil óeirð af því að fólk er vant sinni rútínu, og það vill bara fá sínar fréttir klukkan sjö,“ segir kona sem vinnur á hjúkrunarheimili í Reykjavík. „Þetta er kannski fólk sem er ekki með besta skammtímaminnið, en maður þarf að minna þau á það á nokkurra mínútna fresti af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö,“ segir hún. Hápunktur dagsins að horfa á kvöldfréttir Margir íbúar heimilisins eru harðir fréttaaðdáendur, og það hlakkar alltaf í þeim á daginn meðan þau bíða eftir kvöldfréttunum. „Þetta er hápunktur dagsins hjá nokkrum íbúum að horfa á kvöldfréttir,“ segir hún. Íbúar safnist alltaf saman í setustofunni eftir kvöldmat, fái sér ávexti og áþreyfanleg tilhlökkun sé í loftinu eftir kvöldfréttunum. Þetta er hátíðleg stund, segir hún. En þá hefst spurningaflóðið: „Eru ekki fréttir klukkan sjö?“ „Og þá þarf maður að útskýra það aftur og aftur af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö, og sumir strunsa út úr stofunni í fýlu.“ Hún segir að tímasetningin klukkan níu sé alls ekki heppileg, en margir íbúar heimilisins séu þá að fara í háttinn. Sumir vilja horfa á íþróttirnar Við þessum vanda er engin einföld lausn eins og að skipta um rás eða setja einhvern þátt í gang. Fólkið vill sínar fréttir, og þar að auki vilja sumir horfa á íþróttirnar sem eru í gangi. Þannig ríkir óeining um hlut sem áður var mikil sátt um, hvað skuli vera í sjónvarpinu eftir kvöldmat. Japanir að keppa í badminton. Nú er sýnt frá ólympíuleikunum á RÚV fram eftir kvöldi, en fyrr í sumar var það evrópumótið í knattspyrnu, sem var á dagskrá í stað kvöldfrétta.AP „Maður stendur bara þarna einn með fjarstýringuna og það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ég hef mikið vald, ég er með þessa fjarstýringu og þarf að reyna þóknast öllum, og get það bara alls ekki,“ segir hún. Vilja bara RÚV En væri ekki ágæt lausn við þessu að horfa bara á kvöldfréttir Stöðvar 2 í staðinn? „Nei því það er ekki RÚV. Þau vilja mörg bara RÚV, það er ekkert flóknara en það,“ segir hún. Starfsfólkið setji þó stundum kvöldfréttir Stöðvar 2 í gang, en þá spyrja sumir íbúar, „Af hverju er Stöð 2 í gangi?“ Íbúar heimilisins eru miklir aðdáendur ríkisútvarpsins.RÚV Sumir kippi sér auðvitað ekkert upp við það að horfa á annað en RÚV, en margir íbúar séu „harkalegir RÚV-menn“ og lítið sé við því að gera. Treystir sér ekki í slaginn við fjarstýringuna Margir eldri borgarar búa við það að ráða yfir eigin sjónvarpi, hvort sem það er inni á eigin herbergi á hjúkrunarheimili eða á heimili sínu. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir aldraða móður sína langþreytta á endalausri íþróttadagskrá RÚV, en hún býr ekki yfir tæknilegu færninni sem þarf til að skipta um rás. Steinunn segir sjónvarp og útvarp mikilvæga afþreyingu fyrir móður hennar, en í sumar hafi hún þó varla kveikt á sjónvarpinu vegna endalausra íþrótta sem þar eru á dagskrá. Móðirin treystir sér ekki í flóknari slag við fjarstýringuna, og getur því ekki nýtt sér sarpinn eða neitt svoleiðis, sem gert er ráð fyrir að fólk geri. „Bankar og fjölmiðlar gera allir ráð fyrir því að við séum öll mjög tæknivædd og koma illa fram við elsta hópinn.“ segir Steinunn. Henni finnst ákvörðun RÚV sérstök, fólk geti ekki horft á neitt nema íþróttir í allt sumar. „Fyrir hönd [móður minnar] langar mig að hvetja RÚV til að færa þessar íþróttir yfir á RÚV 2 og hafa eitthvað almennilegt fyrir þau sem þurfa á efninu að halda,“ segir Steinunn. Ríkisútvarpið Hjúkrunarheimili Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Kvöldfréttirnar á RÚV hafa verið klukkan 21 í sumar í stað hefbundna tímans kl 19. Sú tilfærsla var gerð svo að RÚV gæti sýnt frá leikjum evrópumótsins í knattspyrnu og Ólympíuleikunum á aðalrásinni fram eftir kvöldi. „Já það hefur skapast svolítil óeirð af því að fólk er vant sinni rútínu, og það vill bara fá sínar fréttir klukkan sjö,“ segir kona sem vinnur á hjúkrunarheimili í Reykjavík. „Þetta er kannski fólk sem er ekki með besta skammtímaminnið, en maður þarf að minna þau á það á nokkurra mínútna fresti af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö,“ segir hún. Hápunktur dagsins að horfa á kvöldfréttir Margir íbúar heimilisins eru harðir fréttaaðdáendur, og það hlakkar alltaf í þeim á daginn meðan þau bíða eftir kvöldfréttunum. „Þetta er hápunktur dagsins hjá nokkrum íbúum að horfa á kvöldfréttir,“ segir hún. Íbúar safnist alltaf saman í setustofunni eftir kvöldmat, fái sér ávexti og áþreyfanleg tilhlökkun sé í loftinu eftir kvöldfréttunum. Þetta er hátíðleg stund, segir hún. En þá hefst spurningaflóðið: „Eru ekki fréttir klukkan sjö?“ „Og þá þarf maður að útskýra það aftur og aftur af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö, og sumir strunsa út úr stofunni í fýlu.“ Hún segir að tímasetningin klukkan níu sé alls ekki heppileg, en margir íbúar heimilisins séu þá að fara í háttinn. Sumir vilja horfa á íþróttirnar Við þessum vanda er engin einföld lausn eins og að skipta um rás eða setja einhvern þátt í gang. Fólkið vill sínar fréttir, og þar að auki vilja sumir horfa á íþróttirnar sem eru í gangi. Þannig ríkir óeining um hlut sem áður var mikil sátt um, hvað skuli vera í sjónvarpinu eftir kvöldmat. Japanir að keppa í badminton. Nú er sýnt frá ólympíuleikunum á RÚV fram eftir kvöldi, en fyrr í sumar var það evrópumótið í knattspyrnu, sem var á dagskrá í stað kvöldfrétta.AP „Maður stendur bara þarna einn með fjarstýringuna og það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ég hef mikið vald, ég er með þessa fjarstýringu og þarf að reyna þóknast öllum, og get það bara alls ekki,“ segir hún. Vilja bara RÚV En væri ekki ágæt lausn við þessu að horfa bara á kvöldfréttir Stöðvar 2 í staðinn? „Nei því það er ekki RÚV. Þau vilja mörg bara RÚV, það er ekkert flóknara en það,“ segir hún. Starfsfólkið setji þó stundum kvöldfréttir Stöðvar 2 í gang, en þá spyrja sumir íbúar, „Af hverju er Stöð 2 í gangi?“ Íbúar heimilisins eru miklir aðdáendur ríkisútvarpsins.RÚV Sumir kippi sér auðvitað ekkert upp við það að horfa á annað en RÚV, en margir íbúar séu „harkalegir RÚV-menn“ og lítið sé við því að gera. Treystir sér ekki í slaginn við fjarstýringuna Margir eldri borgarar búa við það að ráða yfir eigin sjónvarpi, hvort sem það er inni á eigin herbergi á hjúkrunarheimili eða á heimili sínu. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir aldraða móður sína langþreytta á endalausri íþróttadagskrá RÚV, en hún býr ekki yfir tæknilegu færninni sem þarf til að skipta um rás. Steinunn segir sjónvarp og útvarp mikilvæga afþreyingu fyrir móður hennar, en í sumar hafi hún þó varla kveikt á sjónvarpinu vegna endalausra íþrótta sem þar eru á dagskrá. Móðirin treystir sér ekki í flóknari slag við fjarstýringuna, og getur því ekki nýtt sér sarpinn eða neitt svoleiðis, sem gert er ráð fyrir að fólk geri. „Bankar og fjölmiðlar gera allir ráð fyrir því að við séum öll mjög tæknivædd og koma illa fram við elsta hópinn.“ segir Steinunn. Henni finnst ákvörðun RÚV sérstök, fólk geti ekki horft á neitt nema íþróttir í allt sumar. „Fyrir hönd [móður minnar] langar mig að hvetja RÚV til að færa þessar íþróttir yfir á RÚV 2 og hafa eitthvað almennilegt fyrir þau sem þurfa á efninu að halda,“ segir Steinunn.
Ríkisútvarpið Hjúkrunarheimili Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira