„Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:41 Stúkumenn vildu sjá meira frá Gylfa Þór Sigurðssyni þegar Valsmenn fengu skell um síðustu helgi. Vísir/Diego Valsmenn fengu skell á móti Fram í Bestu deildinni á sunnudagskvöldið og Valsliðið var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu
Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira