Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2024 19:00 Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir viðskiptavini byrjaða að óska eftir og fá svokallaðan forsetaafslátt. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum. Bílar Forseti Íslands Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum.
Bílar Forseti Íslands Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira