Gera bíómynd um deilu Roy Keane og Mick McCarthy fyrir HM 2002 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2024 13:09 Fræg ljósmynd af Mick McCarthy og Roy Keane á eyjunni Saipan. getty/Andrew Paton Kvikmynd um uppákomuna á HM 2002, þegar Roy Keane yfirgaf herbúðir írska fótboltalandsliðsins, verður frumsýnd næsta sumar. Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna. Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira
Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna.
Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira