„Við erum ekki svindlarar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 09:31 Kanadísku landsliðskonurnar sýndu mikinn styrk með því að vinna leik sinn í gær undir þessum yfirþyrmandi aðstæðum. Getty/Tullio M. Puglia Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig. Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira