Mikael Neville Anderson lagði upp fyrra mark gestanna í AGF þegar liðið komst yfir strax á 13. mínútu leiksins áður en heimamenn í FCK jöfnuðu metin úr vítaspyrnu tæpum stundafjórðungi síðar.
Gestirnir í AGF náðu þó forystunni á ný eftir rétt rúmlega hálftíma leik og staðan var því 2-1, AGF í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Orri Óskarsson jafnaði þó metin fyrir FCK á 73. mínútu áður en Thomas Delaney tryggði heimamönnum sigurinn fimm mínútum síðar.
Niðurstaðan því 3-2 sigur FCK sem situr í öðru sæti deildarinnar með sex stig eftir tvo leiki, en AGF er aðeins með eitt stig í áttunda sæti deildarinnar.