Merki Coolbet fjarlægt eftir símtal fréttamanns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2024 09:03 Merki Coolbet var á plakötum fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu ásamt öðrum styrktaraðilum hátíðarinnar. Það hefur nú verið fjarlægt af öllu markaðsefni. skjáskot Dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp sem tekur á reglum um erlendar veðmálasíður í haust. Talsmaður fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu segir að Coolbet hafi óskað eftir samstarfi sem var slitið í gær. Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu kemur fram að einungis 18 prósent hafa veðjað eða tekið þátt í fjárhættuspilum á síðustu tólf mánuðum. Flestir spiluðu á Coolbet eða 78,2 prósent.grafík/sara Þeir sem sögðust hafa stundað veðmál eða fjárhættuspil á erlendum vefsíðum spiluðu flestir á Coolbet eða 78,2 prósent en fæstir á Betfair. Þá leggja flestir 20 til tæplega 50 þúsund undir í veðmálum. Coolbet fer mikinn í auglýsingum hér á landi en hvorki má starfrækja né auglýsa fyrirtækið á Íslandi. Athygli vakti þegar Coolbet auglýsti grimmt í útilegu Verzlinga og fengu börn gefins fatnað merktan fyrirtækinu og voru hvött til að fylgja því á samfélagsmiðlum. Nýjasta dæmið er fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. En á plakötum hátíðarinnar mátti sjá styrktaraðilann Coolbet. Uppi varð fótur og fit þegar fréttastofa hafði samband við talsmann hátíðarinnar sem sagðist brugðið vegna málsins og sagðist ekki þekkja til starfsemi Coolbet. Ólögleg veðmálasíða fari ekki saman við fjölskylduhátíð og sagði hann að hátíðin myndi slíta samstarfi við fyrirtækið og hefur merki þess tekið af öllum plakötum. Coolbet var á meðal styrktaraðila fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu en samstarfinu var slitið í dag. Merki Coolbet hefur verið tekið af plakötum hátíðarinnar.skjáskot/ein með öllu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp um erlendar veðmálasíður í haust. „Það er vinna hér í gangi og ég vænti þess að það komi niðurstaða úr þeirri vinnu þannig ég geti lagt fram vonandi frumvarp í haust í þá veruna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurð hvort hún vilji herða reglur og banna starfsemina eða leyfa hana og skýra regluverk í kringum veðmálastarfsemi á erlendum síðum segir Guðrún seinni valkostinn hugnast betur. „Ég hef sagt að mér finnst eðlilegt að við séum með skýrara regluverk utan um þessa starfsemi og einnig að horfa til þess að þau fyrirtæki sem hér eru að starfa á markaði, að þau greiði hér skatta af þeirri starfsemi til ríkisins.“ Fjárhættuspil Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu kemur fram að einungis 18 prósent hafa veðjað eða tekið þátt í fjárhættuspilum á síðustu tólf mánuðum. Flestir spiluðu á Coolbet eða 78,2 prósent.grafík/sara Þeir sem sögðust hafa stundað veðmál eða fjárhættuspil á erlendum vefsíðum spiluðu flestir á Coolbet eða 78,2 prósent en fæstir á Betfair. Þá leggja flestir 20 til tæplega 50 þúsund undir í veðmálum. Coolbet fer mikinn í auglýsingum hér á landi en hvorki má starfrækja né auglýsa fyrirtækið á Íslandi. Athygli vakti þegar Coolbet auglýsti grimmt í útilegu Verzlinga og fengu börn gefins fatnað merktan fyrirtækinu og voru hvött til að fylgja því á samfélagsmiðlum. Nýjasta dæmið er fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. En á plakötum hátíðarinnar mátti sjá styrktaraðilann Coolbet. Uppi varð fótur og fit þegar fréttastofa hafði samband við talsmann hátíðarinnar sem sagðist brugðið vegna málsins og sagðist ekki þekkja til starfsemi Coolbet. Ólögleg veðmálasíða fari ekki saman við fjölskylduhátíð og sagði hann að hátíðin myndi slíta samstarfi við fyrirtækið og hefur merki þess tekið af öllum plakötum. Coolbet var á meðal styrktaraðila fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu en samstarfinu var slitið í dag. Merki Coolbet hefur verið tekið af plakötum hátíðarinnar.skjáskot/ein með öllu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp um erlendar veðmálasíður í haust. „Það er vinna hér í gangi og ég vænti þess að það komi niðurstaða úr þeirri vinnu þannig ég geti lagt fram vonandi frumvarp í haust í þá veruna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurð hvort hún vilji herða reglur og banna starfsemina eða leyfa hana og skýra regluverk í kringum veðmálastarfsemi á erlendum síðum segir Guðrún seinni valkostinn hugnast betur. „Ég hef sagt að mér finnst eðlilegt að við séum með skýrara regluverk utan um þessa starfsemi og einnig að horfa til þess að þau fyrirtæki sem hér eru að starfa á markaði, að þau greiði hér skatta af þeirri starfsemi til ríkisins.“
Fjárhættuspil Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira