Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 15:13 Hægra megin er Ármúlahúsnæðið eins og það lítur út í dag. Unnið verður að því næstu tvær vikurnar að standsetja húsið fyrir leikskólastarfsemi. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01