Útkallið reyndist vera tóm vitleysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 14:27 Frá vettvangi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Vísir Lögregla lítur mjög alvarlegum augum útkall á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem átökum með eggvopni og eldsvoða var lýst. Lögreglubíll á leið í verkefnið lenti í harkalegum árekstri á fjölförnustu gatnamótum landsins. Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira