Segir persónulegan metnað ekki mega standa í vegi fyrir lýðræðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Úr ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að klára kjörtímabil sitt. Hins vegar væri komin tími til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu af honum. Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Sjá meira