„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki búa yfir mikilli reynslu af Evrópuleikjum. vísir/arnar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. „Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
„Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira