Um 100 manns frá Eþíópíu búa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2024 20:05 Það var mjög góð stemning í hópnum, sem mætti á Flúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar frá Eþíópíu, sem búa hér á landi koma saman þessa dagana til að syngja, dansa og biðja, ásamt því að borða góðan mat saman með puttunum. Með því er verið að fagna Gabríel erkiengli en ein slík hátíð var haldin á Flúðum í gær. Það fyrsta sem hópurinn gerði þegar hann kom út úr rútunni var að syngja og dansa og fagna þannig lífinu og Gabríel hátíðinni, sem stendur yfir þessa dagana. Um 100 íbúar frá Eþíópíu búa á Íslandi, m.a. Azeb Kahssay Gebre, sem rekur veitingastaðinn Minilika á Flúðum með Árna Magnúsi, manni sínum þar sem Eþíópískur matur er í boði borðaður með puttunum. „Matur frá Eþíópíu er mjög góður matur, sterkur matur, jþó ekki mjög sterkur, bara passlegt sterkur og glútenfrítt brauð með,” segir Azeb. Azeb Kahssay Gebre, annar eigandi Eþíópíska veitingastaðarins á Flúðum er mjög ánægð á Íslandi en finnst oft kalt úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að hópurinn hafði borðað þá hófst trúarleg athöfn hátíðarinnar, prestur kirjaði og fór með allskonar bænir og svo var biblía látin ganga á milli fólksins og allir kysstu biblíuna. Það var líka athyglisvert að sjá grasið á gólfinu en það er siður þegar hópur eins og þessi kemur saman að sáldra því á gólfið. Sigurður Ingi Hermannsson á konu frá Eþíópíu og segir hann fólkið þar dásamlegt. „Það er bara ótrúlega gestrisið og fallegt og gott fólk.” Athöfnin á Flúðum fór mjög vel fram og var fjölsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eþíópíska fólkinu líður greinilega mjög vel á Íslandi og er ánægt. „Allt er best á Íslandi, allt gott á Íslandi”, segir Grunnesh frá Eþíópíu, sembýr á Íslandi með sinni fjölskyldu. Og krakkarnir sungu nokkur lög, klöppuðu með og nutu þess að vera á Flúðum. Minilik er vinsæll veitingastaður á Flúðum þar sem boðið er upp á mat frá Eþíópíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Eþíópía Innflytjendamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það fyrsta sem hópurinn gerði þegar hann kom út úr rútunni var að syngja og dansa og fagna þannig lífinu og Gabríel hátíðinni, sem stendur yfir þessa dagana. Um 100 íbúar frá Eþíópíu búa á Íslandi, m.a. Azeb Kahssay Gebre, sem rekur veitingastaðinn Minilika á Flúðum með Árna Magnúsi, manni sínum þar sem Eþíópískur matur er í boði borðaður með puttunum. „Matur frá Eþíópíu er mjög góður matur, sterkur matur, jþó ekki mjög sterkur, bara passlegt sterkur og glútenfrítt brauð með,” segir Azeb. Azeb Kahssay Gebre, annar eigandi Eþíópíska veitingastaðarins á Flúðum er mjög ánægð á Íslandi en finnst oft kalt úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að hópurinn hafði borðað þá hófst trúarleg athöfn hátíðarinnar, prestur kirjaði og fór með allskonar bænir og svo var biblía látin ganga á milli fólksins og allir kysstu biblíuna. Það var líka athyglisvert að sjá grasið á gólfinu en það er siður þegar hópur eins og þessi kemur saman að sáldra því á gólfið. Sigurður Ingi Hermannsson á konu frá Eþíópíu og segir hann fólkið þar dásamlegt. „Það er bara ótrúlega gestrisið og fallegt og gott fólk.” Athöfnin á Flúðum fór mjög vel fram og var fjölsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eþíópíska fólkinu líður greinilega mjög vel á Íslandi og er ánægt. „Allt er best á Íslandi, allt gott á Íslandi”, segir Grunnesh frá Eþíópíu, sembýr á Íslandi með sinni fjölskyldu. Og krakkarnir sungu nokkur lög, klöppuðu með og nutu þess að vera á Flúðum. Minilik er vinsæll veitingastaður á Flúðum þar sem boðið er upp á mat frá Eþíópíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Eþíópía Innflytjendamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent