Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 15:15 Um er að ræða líklega þurrasta og skjólsælasta tjaldstæði í bænum. Vísir/Samsett Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Helga segir staðsetningu tjaldsins ekki koma sér neitt sérstaklega á óvart þar sem í skotinu er bæði þurrt og skjólsælt. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni af nýstárlega tjaldstæðinu og lét ljóðlínurnar frægu eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um verkamanninn þreytta fylgja með: Ó, hafið hljótt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreytta barni að sofa. „Ég var að fara í mína daglegu gönguferð á fjallið klukkan sex í morgun og þá rak ég augað í þetta litla tjald sem kúrði hér í skotinu á Heilsugæslustöðinni. Ég svona rétt kíkti inn til að gá hvort það væri nokkuð að þarna og mér sýndist þarna vera einhver sem svaf vært þannig ég lét hann bara vera,“ segir hún. Hún segist gera ráð fyrir því að ferðamaður hafi gert sér inngang heilsugæslunnar að næturstað þar sem öllu hafði verið pakkað saman og engin merki um manninn þegar hún kom aftur niður af fjallinu. „Þetta var okkur alveg að meinalausu. Þó er þetta auðvitað dálítið sérstakt,“ segir Helga. Helga segir jafnframt að hún hafi áður lent í því að ganga fram á tjald í bakgarði sínum sem liggur við hlið heilsugæslunnar. Þetta hljóti því að vera ansi eftirsóknarverður næturstaður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Heilsugæsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Helga segir staðsetningu tjaldsins ekki koma sér neitt sérstaklega á óvart þar sem í skotinu er bæði þurrt og skjólsælt. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni af nýstárlega tjaldstæðinu og lét ljóðlínurnar frægu eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um verkamanninn þreytta fylgja með: Ó, hafið hljótt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreytta barni að sofa. „Ég var að fara í mína daglegu gönguferð á fjallið klukkan sex í morgun og þá rak ég augað í þetta litla tjald sem kúrði hér í skotinu á Heilsugæslustöðinni. Ég svona rétt kíkti inn til að gá hvort það væri nokkuð að þarna og mér sýndist þarna vera einhver sem svaf vært þannig ég lét hann bara vera,“ segir hún. Hún segist gera ráð fyrir því að ferðamaður hafi gert sér inngang heilsugæslunnar að næturstað þar sem öllu hafði verið pakkað saman og engin merki um manninn þegar hún kom aftur niður af fjallinu. „Þetta var okkur alveg að meinalausu. Þó er þetta auðvitað dálítið sérstakt,“ segir Helga. Helga segir jafnframt að hún hafi áður lent í því að ganga fram á tjald í bakgarði sínum sem liggur við hlið heilsugæslunnar. Þetta hljóti því að vera ansi eftirsóknarverður næturstaður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Heilsugæsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira