Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 08:16 Barnaverndarsamtök hafa verulegar áhyggjur af því hvernig gervigreind er nú notuð til að framleiða barnaníðsefni. Getty Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum. Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum.
Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira