„Þetta var ekki auðvelt“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. júlí 2024 21:58 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Pawel Stjarnan vann góðan 2-0 sigur á Fylki í Bestu deild karla í kvöld þar sem Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason skoruðu mörkin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við blaðamann Vísis eftir leik og var eins og við var að búast kampakátur með sigurinn. „Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31