„Þetta var ekki auðvelt“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. júlí 2024 21:58 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Pawel Stjarnan vann góðan 2-0 sigur á Fylki í Bestu deild karla í kvöld þar sem Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason skoruðu mörkin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við blaðamann Vísis eftir leik og var eins og við var að búast kampakátur með sigurinn. „Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31