Vísbendingar um „þokkalegt“ veður næstu helgi Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 21. júlí 2024 16:45 Leiðindaveðurs er þó vænst í vikunni í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Þorsteinn segir að á morgun snúist í suðvestlæga átt með tilheyrandi skúrum í borginni. „Það verður vætusamt á suðurhelmingi landsins og vestanlands líka í vikunni. Það er heldur að laga þá á austurhluta landsins. Hæstu hitatölurnar verða líklega á norðausturlandi í vikunni,“ segir hann. Þorsteinn segir Reykvíkinga hafa í gær fengið „smá forleik“ að sumrinu en að kannski eigi almennilegt sumarveður eftir að gleðja þá áður en sumrinu lýkur. „Við sjáum til.“ Samkvæmt Þorsteini er þó ekki úti um alla von hjá þeim sem eru strax farnir að bíða í ofvæni eftir ferðalögum sínum næstu helgi. Langtímaspáin, eins óáræðileg og hún getur verið, bendi til ágætisveðurs. „Það er vísbending um að næsta helgi verði þokkaleg um mestallt land. Það er búist við djúpri lægð á sunnudeginum. Þannig framan af næstu helgi gæti verið þokkalegt veður. En síðan virðist þetta fara í sama farið aftur, með sunnan- og suðvestanáttum og þungbúnu veðri hér sunnan og suðvestanlands.“ Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Sjá meira
Þorsteinn segir að á morgun snúist í suðvestlæga átt með tilheyrandi skúrum í borginni. „Það verður vætusamt á suðurhelmingi landsins og vestanlands líka í vikunni. Það er heldur að laga þá á austurhluta landsins. Hæstu hitatölurnar verða líklega á norðausturlandi í vikunni,“ segir hann. Þorsteinn segir Reykvíkinga hafa í gær fengið „smá forleik“ að sumrinu en að kannski eigi almennilegt sumarveður eftir að gleðja þá áður en sumrinu lýkur. „Við sjáum til.“ Samkvæmt Þorsteini er þó ekki úti um alla von hjá þeim sem eru strax farnir að bíða í ofvæni eftir ferðalögum sínum næstu helgi. Langtímaspáin, eins óáræðileg og hún getur verið, bendi til ágætisveðurs. „Það er vísbending um að næsta helgi verði þokkaleg um mestallt land. Það er búist við djúpri lægð á sunnudeginum. Þannig framan af næstu helgi gæti verið þokkalegt veður. En síðan virðist þetta fara í sama farið aftur, með sunnan- og suðvestanáttum og þungbúnu veðri hér sunnan og suðvestanlands.“
Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Sjá meira