Sakar Maríu um trumpisma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2024 08:52 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. Kveikjan að umræðunni nú er hlaðvarpsviðtal Diljár þar sem hún dró ekki af sér, sagði það sláandi hvernig femínistar kjósi að horfa í gegnum fingur sér þegar um sé að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún sagði að væri hræsni. Femínistar svöruðu þessum málflutningi Diljár af nokkurri hörku. María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona sagði hana tala af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Hún taldi Diljá ala á fordómum með umfjöllun sinni um gerendur af erlendum uppruna, heiðurstengdu ofbeldi og fordæmingu á því. Drífa Snædal talsmaður Stígamóta og Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Sígamóta gagnrýndu Diljá sömuleiðis í Bítinu. Drífa sagði að svo virtist sem fólk ætti auðveldara með að fordæma ofbeldi af hálfu erlendra gerenda. Tölfræðin hjá Stígamótum bendi ekki til þess að fjölgun hefði átt sér stað hvað ofbeldi þess hóps varðar, umfram íslenskra gerenda. Linda Dröfn sagði að sér þætti leitt að sjá sundrungu í baráttunni. Barist væri gegn ofbeldi í nánum samböndum, sama hvaðan það komi og tekið sé á því á sama hátt. Í aðsendri grein Diljár á Vísi svarar hún Maríu Lilju sérstaklega. Hún telur ljóst að María Lilja hafi ekki hlustað á viðtalið og spyr hverjum hugmyndir hennar séu skaðlegar. Hún hafi beint talinu að tvenns konar alvarlegu ofbeldi sem viðgangist „á ákveðnum landsvæðum og menningarheimum“. „Annars vegar kynfæralimlestingu kvenna (FGM) og hins vegar heiðurstengdu ofbeldi. Ég fór yfir ferðir mínar á vettvang og fundi mína með fórnarlömbum þessa grimmilega ofbeldis því að áður en ég varð þingmaður var ég aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Ég var reyndar líka lögmaður og starfaði við réttindagæslu, m.a. þolenda heimilisofbeldis. Það veitti mér góða innsýn,“ segir Diljá. Mun meira sameiginlegt Hún hafnar því að með orðræðunni sé hún að ala á fordómum gegn múslimum, þar sem hún hafi ekki nefnt þau trúarbrögð sérstaklega. „Hins vegar benti ég á að kynfæralimlesting í Sierra Leóne, samstarfslandi okkar í þróunarsamvinnu, hefði skaðað allt að yfir 90% kvenna þar. Trúarbragðaskiptingin þar er ca. 3/4 islam og 1/4 kristni. Þarna afhjúpar María eins og víðar mikla vanþekkingu á viðfangsefninu (og að hún hlustaði ekki),“ segir Diljá og ennfremur: „María segir mig einnig fullyrða að ,,innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi”. Það sagði ég ekki heldur, en trumpisminn fer víða. Ég hef ekki kynnt mér þá tengingu sérstaklega og læt því vera að tjá mig um hana. Vinnubrögð sem María ætti e.t.v. að tileinka sér.“ Í grein sinni sakaði María Diljá um að „taka ekki samtalið“ við „arabíska femínista“ og „svartar og brúnar flóttakonur“, meðal annars. Diljá kveðst hins vegar hafa, sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra, átt samtöl við kynsystur af öðrum uppruna. Þau samtöl leiði hana að þeirri skoðun að „þær eigi mun meira sameiginlegt með mínum viðhorfum en viðhorfum Maríu“. Ætti að hlusta meira Loks spyr Diljá hvers vegna hún fái neikvæð viðbrögð við því að ræða þessi mál, „viðfangsefni Íslands í þróunarsamvinnu“. „Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir ráðstefnu um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingu og uppskáru lof fyrir. Beindu kastljósinu að fjölskyldum hér af erlendum uppruna og flóttafólki. Af hverju þessi ólíku viðbrögð? Er þá ekki sama hvaðan gott kemur? Má hægri kona ekki taka upp þessi mál? Það eru ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem taka þessi málefni eins oft upp og ég, ekki síst þróunarsamvinnu.“ Diljá segir mikið hafa verið lagt upp úr því í hennar uppbeldi að hlusta á fólk og reyna að skilja það. „Ég vil ekki hvetja Maríu til samtals við fólk af ákveðnum húðlit eins og hún gerir svo ósmekklega í sínum skrifum. En María ætti e.t.v. að eiga samtöl við fleiri en vinahópa í útvöldum hverfum í Reykjavík. Umfram allt held ég þó að María ætti að temja sér að hlusta meira.“ Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Mannréttindi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Kveikjan að umræðunni nú er hlaðvarpsviðtal Diljár þar sem hún dró ekki af sér, sagði það sláandi hvernig femínistar kjósi að horfa í gegnum fingur sér þegar um sé að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún sagði að væri hræsni. Femínistar svöruðu þessum málflutningi Diljár af nokkurri hörku. María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona sagði hana tala af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Hún taldi Diljá ala á fordómum með umfjöllun sinni um gerendur af erlendum uppruna, heiðurstengdu ofbeldi og fordæmingu á því. Drífa Snædal talsmaður Stígamóta og Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Sígamóta gagnrýndu Diljá sömuleiðis í Bítinu. Drífa sagði að svo virtist sem fólk ætti auðveldara með að fordæma ofbeldi af hálfu erlendra gerenda. Tölfræðin hjá Stígamótum bendi ekki til þess að fjölgun hefði átt sér stað hvað ofbeldi þess hóps varðar, umfram íslenskra gerenda. Linda Dröfn sagði að sér þætti leitt að sjá sundrungu í baráttunni. Barist væri gegn ofbeldi í nánum samböndum, sama hvaðan það komi og tekið sé á því á sama hátt. Í aðsendri grein Diljár á Vísi svarar hún Maríu Lilju sérstaklega. Hún telur ljóst að María Lilja hafi ekki hlustað á viðtalið og spyr hverjum hugmyndir hennar séu skaðlegar. Hún hafi beint talinu að tvenns konar alvarlegu ofbeldi sem viðgangist „á ákveðnum landsvæðum og menningarheimum“. „Annars vegar kynfæralimlestingu kvenna (FGM) og hins vegar heiðurstengdu ofbeldi. Ég fór yfir ferðir mínar á vettvang og fundi mína með fórnarlömbum þessa grimmilega ofbeldis því að áður en ég varð þingmaður var ég aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Ég var reyndar líka lögmaður og starfaði við réttindagæslu, m.a. þolenda heimilisofbeldis. Það veitti mér góða innsýn,“ segir Diljá. Mun meira sameiginlegt Hún hafnar því að með orðræðunni sé hún að ala á fordómum gegn múslimum, þar sem hún hafi ekki nefnt þau trúarbrögð sérstaklega. „Hins vegar benti ég á að kynfæralimlesting í Sierra Leóne, samstarfslandi okkar í þróunarsamvinnu, hefði skaðað allt að yfir 90% kvenna þar. Trúarbragðaskiptingin þar er ca. 3/4 islam og 1/4 kristni. Þarna afhjúpar María eins og víðar mikla vanþekkingu á viðfangsefninu (og að hún hlustaði ekki),“ segir Diljá og ennfremur: „María segir mig einnig fullyrða að ,,innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi”. Það sagði ég ekki heldur, en trumpisminn fer víða. Ég hef ekki kynnt mér þá tengingu sérstaklega og læt því vera að tjá mig um hana. Vinnubrögð sem María ætti e.t.v. að tileinka sér.“ Í grein sinni sakaði María Diljá um að „taka ekki samtalið“ við „arabíska femínista“ og „svartar og brúnar flóttakonur“, meðal annars. Diljá kveðst hins vegar hafa, sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra, átt samtöl við kynsystur af öðrum uppruna. Þau samtöl leiði hana að þeirri skoðun að „þær eigi mun meira sameiginlegt með mínum viðhorfum en viðhorfum Maríu“. Ætti að hlusta meira Loks spyr Diljá hvers vegna hún fái neikvæð viðbrögð við því að ræða þessi mál, „viðfangsefni Íslands í þróunarsamvinnu“. „Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir ráðstefnu um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingu og uppskáru lof fyrir. Beindu kastljósinu að fjölskyldum hér af erlendum uppruna og flóttafólki. Af hverju þessi ólíku viðbrögð? Er þá ekki sama hvaðan gott kemur? Má hægri kona ekki taka upp þessi mál? Það eru ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem taka þessi málefni eins oft upp og ég, ekki síst þróunarsamvinnu.“ Diljá segir mikið hafa verið lagt upp úr því í hennar uppbeldi að hlusta á fólk og reyna að skilja það. „Ég vil ekki hvetja Maríu til samtals við fólk af ákveðnum húðlit eins og hún gerir svo ósmekklega í sínum skrifum. En María ætti e.t.v. að eiga samtöl við fleiri en vinahópa í útvöldum hverfum í Reykjavík. Umfram allt held ég þó að María ætti að temja sér að hlusta meira.“
Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Mannréttindi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira