Hræsni Diljár María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp skrifar 18. júlí 2024 12:04 Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun