Hræsni Diljár María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp skrifar 18. júlí 2024 12:04 Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun